Ekkert vopnahlé nema rússneski herinn yfirgefi landið

Volodimír Selenskí.
Volodimír Selenskí. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, er ekki opinn fyrir vopnahléi á milli Úkraínumanna og Rússa á meðan rússneski herinn er í Úkraínu. 

Bandaríska blaðið Wall Street Journal birti í dag viðtal við Selenskí. Þar segir hann að vopnahlé sem gert væri án þess að rússneski herinn myndi yfirgefa landið væri einungis til þess fallið að framlengja stríðið. 

Innrás Rússa hófst í febrúar og hefur stríðið því staðið í nærri hálft ár. Selenskí telur að vopnahlé myndi helst nýtast Rússum til að safna kröftum og gefa þeim svigrúm til að skipuleggja hernaðaraðgerðir upp á nýtt.

Hann sér ekki fyrir sér samningaviðræður og vopnahlé fyrr en Úkraína hafi aftur náð fyrirráðum yfir þeim svæðum sem eru hernumin. Selenskí segist ekki hafa trú á því að utanríkisstefna Rússa breytist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka