Ekki lengur leyfilegt að sitja ofan á lestum

Ekki er lengur leyfilegt að sitja eða standa á þökum …
Ekki er lengur leyfilegt að sitja eða standa á þökum lesta. Munir uz Zaman / AFP

Dómstóll í Bangladess hefur nú bannað ferðalöngum að ferðast um á þökum lesta í landinu. Er þetta gert til að koma í veg fyrir dauðsföll, en ferðalagið á þakinu er hættulegt og láta margir lífið á ferðinni.

Lengi hefur það tíðkast í suðurhluta Asíu að fólk klifri upp á þök lesta og sleppi að kaupa farmiða. Starfsmenn járnbrauta eru þó sagðir þiggja mútur gegn því að veita aðgang að þakinu. 

Einn dómaranna í málinu sagði það vera ákveðna tegund spillingar að þeir sem fari á þakið borgi ekkert fargjald.

Von er að dauðsföllum fækki.
Von er að dauðsföllum fækki. Munir uz Zaman / AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert