Íhuga að fresta áætlun um loftlagsmál

Ríkisstjórn Justin Trudeau forsætisráðherra kynnti nýja áætlun að Parísarsamkomulaginu um …
Ríkisstjórn Justin Trudeau forsætisráðherra kynnti nýja áætlun að Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál á síðasta ári. AFP

Steven Guilbeault, umhverfisráðherra Kanada, greindi frá því við fjölmiðla í dag að yfirvöld landsins íhuga að fresta áætlunum til að draga úr gróðurhúsalofttegundum til að efla olíuiðnað í landinu.

Segir möguleika á jafnvægi

Guilbeault segir ríkisstjórnina geta viðurkennt að „sumar þeirra ráðstafana sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti tekið lengri tíma enn þann sem við höfum til ársins 2030“.

Hann segir ennfremur það vera einhvern möguleika á sveigjanleika fyrir olíuiðnaðinn á sama tíma og Kanada standi við sín markmið fyrir árið 2030.

Mikilvægt að huga að olíuiðnaðinum

Á síðasta ári tilkynnti ríkisstjórn Justin Trudeau forsætisráðherra nýja áætlun að Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál fyrir árið 2030, en markmið hennar er að ná 40-45 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losun árið 2005.

Olíu- og gasiðnaðurinn orsakar meira en fjórðungi af kolefnislosun landsins og er því mikilvægur hluti þess að ná markmiði áætluninnar. Þess má geta að Kanada hefur aldrei áður náð fyrri markmiðum sínum um að draga úr gróðurhúsalofttegundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert