Rússneskar eldflaugar lentu í Ódessa-höfn

Tvær eldflaugar lentu í höfninni í dag, en Úkraína og …
Tvær eldflaugar lentu í höfninni í dag, en Úkraína og Rússland höfðu komið að samkomulagi um útflutning á korni í gær. AFP

Tvær Rússneskar eldflaugar lentu í Ódessa-höfn í Úkraínu í dag, einum degi eftir að Rússland og Úkraína komust að samkomulagi um að hefja aftur útflutning á korni frá landinu

Lykillinn að samkomulagi landanna

Í höfninni í Ódessa er korn unnið til flutnings og því lykillinn að samningi Rússlands og Úkraínu. Fjórum eldflaugum var skotið í höfnina og náði úkraínski herinn að skjóta niður tvö flugskeyti, en hin tvö lentu á svæði þar sem korn er unnið.

Yfirvöld í Úkraínu segja Kreml bera alla ábyrgð á hvers kyns matvælakreppu sem kæmi í kjölfarið ef samningur um útflutning úkraínsks korns frá Odessa hrundi eftir árásina. Rússland neitar allar sakir. 

Árásin fordæmd

Oleg Nikolenko, talsmaður utanríkisráðuneytisins, segir „rússnesku eldflaugaárásina vera líkt og Vladímír Pútín hrækti í andlit Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, sem lögðu sig fram til að ná samkomulaginu.“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi árásinna fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar.

Josep Borell, utanríkismálastjóri ESB sagðist í Twitter-færslu vera sömu skoðunar og sagði árásina „sanna óvirðingu Rússa gagnvart alþjóðalögum og skuldbindingum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert