Skógareldar dreifast á Tenerife

Skógareldar hafa geisað víða um Evrópu síðustliðnar vikur.
Skógareldar hafa geisað víða um Evrópu síðustliðnar vikur. AFP

Neyðarsveitir á Tenerife berjast við að ná tökum á skógareldum á norðurhluta eyjunnar, en eldurinn hefur þegar brennt 500 hektara lands á eyjunni.

Þetta kemur fram á síðu fréttamiðilsins Express Uk.

Eldurinn hefur dreift sér

Samkvæmt stjórnvöldum á Kanaríeyjum er eldurinn 11 kílómetrar að lengd og voru meira en 200 slökkviliðsmenn sendir á staðinn, en hann hefur nú þegar dreift sér til svæða á Los Campeches, Los Realejos og San Juan de la Rambla.

Ángel Víctor Torres, forseti Kanaríeyja, sagði á blaðamannafundi að hitastig hafi lækkað á eyjunni og enn sé tiltölulega lágt rakastig í loftinu. Forseti Tenerife, Pedro Martin, sagði að ásamt minnkandi vindi á svæðinu sé nú betur hægt að stjórna skógareldunum.

Slökkviliðið á Spáni hefur barist gegn skógar­eld­um á þó nokkr­um stöðum vegna hitabylgjunnar í síðustu viku og þeirrar sem var í júní, en talið er að nú hafi tæplega 200.000 hektara lands brunnið á Spáni vegna skógarelda á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert