Fjögur börn fórust vegna flóða

Neyðin er mikil í Jemen.
Neyðin er mikil í Jemen. AFP

Tíu hafa látist og þar af fjögur börn í flóðum í Sana höfuðborgar Jemen  og nágrenni hennar.

Fjögur börn fórust þegar bygging hrundi vegna flóðanna í borginni en þau voru öll inni í byggingunni.

Í nágrenni borgarinnar fórstu sex til viðbótar þegar flóðið hreif bifreið með sér. 

Miklar rigningar valda flóðum í Jemen á ári hverju og þau geta verið mannskæð eins og nú. Mikil neyð hefur ríkt í landinu vegna stríðsátaka og spillingar. Sameinuðu þjóðirnar mátu stöðuna þannig árið 2019 að ekkert land í heiminum þyrfti meira á mannúðaraðstoð að halda en Jemen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert