Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa rétt eftir klukkan ellefu í morgun, en fjallið er staðsett á eyjunni Kyushu.
Tugum manna var í kjölfarið skipað að yfirgefa heimili sín og hefur fimmta og hæsta viðbúnaðarstig verið sett á, sem hvetur til brottflutnings. Áður var þriðja viðbúnaðarstig í gildi, sem bannar aðgang að fjallinu.
Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða slysum vegna eldgossins, en Sakurajima er eitt virkasta eldfjall í Japan.