Heilsa Joe Bidens Bandaríkjaforseta, sem greindist með Covid-19 síðasta fimmtudag, fer batnandi síðan hann greindist. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að megineinkenni forsetans sé háls bólga og að heilsa forsetans hafi tekið „verulegum“ framförum síðustu daga.
Biden, sem er fullbólusettur, var látinn taka lyfið Paxlovid frá Pfizer gegn veirunni þegar hann greindist fyrst með veiruna og mun hann halda því áfram.