Heilsa forsetans fer batnandi

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Heilsa Joe Bidens Bandaríkjaforseta, sem greindist með Covid-19 síðasta fimmtudag, fer batnandi síðan hann greindist. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að megineinkenni forsetans sé háls bólga og að heilsa forsetans hafi tekið „verulegum“ framförum síðustu daga.

Biden, sem er full­bólu­sett­ur, var látinn taka lyfið Paxlovid frá Pfizer gegn veirunni þegar hann greindist fyrst með veiruna og mun hann halda því áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert