Loftkældar verslanir þurfi að loka dyrum sínum

Ráðherrann kynnti þessar tvær reglur í dag.
Ráðherrann kynnti þessar tvær reglur í dag. AFP/Ludovic Marin

Verslanir sem eru loftkældar í Frakklandi munu þurfa að halda dyrum sínum lokuðum, annars verða þær sektaðar. 

Agnes Pannier-Runacher, umhverfisráðherra Frakklands, tilkynnti þessa nýju reglu í dag, sem hefur þó ekki tekið gildi, en markmiðið er að draga úr orkusóun.

Ráðherrann tilkynnti einnig áform um að banna notkun upplýstra auglýsingaskilta á milli klukkan eitt og sex á morgnana. Bannið mun þó hvorki ná til flugvalla né bensínstöðva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert