Þrír létu lífið í skotárás í Manila, höfuðborg Filippseyja, í dag. Skotárásin var framin í Areneo de Manila háskóla, þar sem útskrift laganema átti að eiga sér stað.
Rose Furigay, fyrrverandi borgarstjóri í Basilan-héraði, lét lífið í árásinni, en dóttir hennar var á meðal útskriftarnema. Á meðal fórnarlamba árásarmannsins eru aðstoðarmaður Furigay og öryggisvörður háskólans. Talið er að um skipulagt morð sé að ræða.
Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var að lokum handtekinn nálægt kirkju. Að sögn lögreglu var maðurinn með tvær handbyssur og hljóðdeyfi.