Þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag

Flóttamenn við móttökumiðstöð flóttamanna í Lampedusa. Um 522 flóttamenn komu …
Flóttamenn við móttökumiðstöð flóttamanna í Lampedusa. Um 522 flóttamenn komu til ítölsku eyjunnar í dag. AFP

Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á Ítalíu í dag. Hundruð annarra flóttamanna sem bjargað hefur verið á hafi úti bíða eftir að komast til hafnar.

Framundan eru kosningar á Ítalíu og gæti streymi flóttamanna inn í landið þetta árið gæti veitt flokkum til hægri byr undir báða vængi í kosningarbaráttunni.

34 þúsund frá byrjun árs

Ríflega 34 þúsund flóttamenn hafa komið til Ítalíu sjóleiðis frá byrjun árs. Árið áður nam sú tala um það bil 25 þúsund og 11 þúsund árið 2020. Fjölmargir láta lífið á hverju ári á flótta sínum til Ítalíu.

Um 522 flóttamenn komu til ítölsku eyjarinnar Lampedusa síðla í gærkvöldi. Móttökumiðstöð flóttamanna í Lampedusa er að sögn þarlendra fjölmiðla troðin af fólki. Stöðin getur tekið á móti 250-300 manns en um 1.200 manns eru þar núna.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert