Umfangsmiklir skógareldar í Kaliforníu

Eldhafið nærri Mariposa í Kaliforníu.
Eldhafið nærri Mariposa í Kaliforníu. AFP

Umfangsmiklir skógareldrar gera fólki nú lífið leitt í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. 

Eldur kviknaði nærri Yosemite þjóðgarðinum og hafa sex þúsund manns lagt á flótta þar sem eldurinn breiðist hratt út að sögn yfirvalda í ríkinu. 

Skógareldurinn er með þeim stærstu í Bandaríkjunum á árinu og erfitt að segja til um hvernig baráttan við eldinn mun ganga en mikill hiti hefur verið í Kaliforníu að undanförnu og miklir þurrkar. 

Slökkviliðsstjórinn á svæðinu sagði útbreiðslu eldsins öfgakennda en yfir fimm hundruð slökkviliðsmenn hafa reynt að hamla útbreiðslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert