Berjast við skógarelda í Kaliforníu

Skógareldar í Kaliforníu hafa dreift mikið úr sér og brenndu í gær nokkur þúsund hektara, en nú hafa um 6.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. 

Fleiri en 2.000 slökkviliðsmenn, ásamt 17 þyrlum, hafa nú verið sendir á svæði eldanna sem áttu sér upptök á föstudaginn nálægt Yosemite-þjóðgarðinum, að því er kemur fram í skýrslu skógræktar- og brunavarnadeildar Kaliforníu. 

Eldarnir hafa nú þegar brennt tíu eignir til kaldra kola og skemmt fimm aðrar, en mörg þúsund fleiri híbýli eru enn í hættu þar sem eldarnir dreifa úr sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert