Vélmenni braut fingur sjö ára drengs á opnu skákmóti í Moskvu í Rússlandi. Guardian greinir frá.
Myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýnir vélmennið tefla við drenginn. Þegar drengurinn á leik grípur vélmennið skyndilega í fingur barnsins.
Sergei Lasarev, forseti Skáksambands Moskvu, segir að fyrir atvikið hafi vélmennið þegar leikið nokkra leiki. „Vélmennið braut fingur barnsins. Það er auðvitað slæmt,“ er haft eftir Lasarev.
Drengurinn gat þó lokið við keppni þann daginn.