Flýja skógarelda á Tenerife

Skógareldar brutust út á Tenerife á fimmtudaginn.
Skógareldar brutust út á Tenerife á fimmtudaginn. AFP

Um sex hundruð manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda á Tenerife, sem brutust út á fimmtudaginn.

Eldarnir hafa valdið skemmdum í að minnsta kosti fimm héruðum: La ORotaca, Los Realejos, San Juan de la Rambla, La Guancha og Icod de los Vinos. 

Land sem spannar 2.700 hektara hefur brunnið til kaldra kola. Á Spáni hafa samanlagt yfir 193 þúsund hektarar af landi orðið eldinum að bráð.

Um er að ræða mestu skógarelda á Spáni síðan mælingar hófust en árið 2012 brunnu 189.376 hektarar.

Mögulega um íkveikju að ræða

Í dag verður ákveðið hvort fólkinu sé óhætt að snúa heim, að því er fram kemur á spænska fréttavefnum El País og hefur Ángel Víctor Torres, forseti Kanaríeyja, jafnframt lýst því yfir að mögulega hafi um íkveikju verið að ræða.

Hitabylgjan í Evrópu bætir ekki úr skák og hafa hitamet verið slegin víða á Spáni. Þar hefur hitinn sums staðar farið yfir 40 gráður. Nokkrar skemmdir urðu þá á byggingum nærri Burgos í norðurhluta Spánar.

Slökkviliðsfólk hefur barist við eldinn undanfarna daga.
Slökkviliðsfólk hefur barist við eldinn undanfarna daga. AFP
Nokkur hús í Santibanez del Val nærri Burgos urðu skógareldum …
Nokkur hús í Santibanez del Val nærri Burgos urðu skógareldum að bráð fyrr í vikunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert