Sex skotin til bana í Mexíkó

Gerð var árás á endurhæfingarstöð.
Gerð var árás á endurhæfingarstöð. AFP/Ulises Ruiz

Sex voru skotin til bana í Jalisco í Mexíkó í gærkvöld. Gerð var árás á meðferðarstöð fyrir fólk í fíkniefnaneyslu í úthverfi San Pedro Tlaquepaque og voru fimm karlar og ein kona sem létu lífið, að sögn ríkissaksóknara í Jalisco.

Svæðið er eitt það ofbeldisfyllsta í Mexíkó vegna ágreinings milli glæpahópa, þar á meðal hópsins Jalisco New Generation Cartel.

Meðferðarstöðvar hafa áður verið skotmark á nokkrum svæðum í Mexíkó en að sögn yfirvalda nota grunaðir glæpamenn sumar þeirra sem felustað. Þegar þeir eru síðan uppgötvaðir er gerð árás.

Í júlí árið 2020 réðust þungvopnaðir menn inn í slíka endurhæfingarstöð í borginni Irapuato og drápu 27 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert