Sjómaður á lífi eftir heila nótt í sjónum

Hákarlar finnast gjarnan nærri vesturströnd Ástralíu.
Hákarlar finnast gjarnan nærri vesturströnd Ástralíu. AFP/Joseph Prezioso

Sjómaður sem féll útbyrðis var heila nótt á hafi úti vestan við Ástralíu, en hafsvæðið er þekkt fyrir fjölda hákarla.

Kínverskur sjómaður á fertugsaldri féll útbyrðis af flutningaskipinu Guang Mao í gærkvöldi við vesturströnd Ástralíu. Hann þurfti að vera í sjónum í meira en tólf tíma áður en honum var bjargað.

Björgunarfólk átti í erfiðleikum með að finna manninn og þurfti að fresta björgunaraðgerðum yfir nóttina. Í morgun fundu þeir manninn um tíu kílómetra frá landi.

Vesturströnd Ástralíu er vel þekkt fyrir mikinn fjölda hákarla í hafinu í kring. Þó nokkrir hafa orðið fyrir hákarlaárásum við ströndina, þó það sé í raun sjaldgæft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert