Skemmdarverk voru unnin á trjám sem gróðursett voru til að heiðra minningu fórnarlamba Buchenwald, útrýmingarbúða nasista í seinni heimsstyrjöldinni í Thüringen í Þýskalandi.
Samkvæmt upplýsingum frá góðgerðarfélaginu sem sá um gróðursetningu trjánna voru sjö tré felld eða illa eyðilögð í síðustu viku og tvö til viðbótar yfir helgina.
Trén sem um ræðir voru hluti af verkefni Lebenshilfewer-samtakanna, Þúsund beykjar, sem hafa gróðursett tré frá árinu 1999 meðfram leiðinni sem fangar voru látnir ganga frá búðum til útrýmingar.
Bodo Ramelow, forsætisráðherra Thüringen, segir skemmdarvargana deila hugarfari með morðingjunum í útrýmingarbúðunum. Þá hét hann því að taka þátt í að gróðursetja fleiri tré sem munu koma í stað þeirra sem eyðilögð voru.
Yfir 56 þúsund menn, konur og börn létust í Buchenwald-búðunum í seinni heimsstyrjöldinni. Þau voru ýmist tekin af lífi með skipulögðum hætti eða fórust vegna veikinda, kulda eða hungurs.