Tvö fórnarlömb eru látin og tvö eru særð eftir röð skotárása í Langley í Kanada í dag. Byssumaðurinn var einnig skotinn til bana af lögreglu, að sögn yfirvalda.
„Ég get staðfest að fjórir voru skotnir af byssumanni sem talinn er hafa verið einn að verki,“ sagði Ghalib Bhayani, lögreglustjóri í Langley, á blaðamannafundi.
Tvö fórnarlambanna létust en það þriðja er enn í lífshættu og fjórða fórnarlambið var skotið í fótinn.
Bhayani sagði að yfirvöld væru enn að vinna að því að bera kennsl á fórnarlömbin og hinn grunaða. Þá var verið að rannsaka hvort einhver tengsl væru á milli þeirra.
„Núna erum við að ákvarða nákvæmlega hvaða fólk þetta er og við getum ekki staðfest að það sé í raun heimilislaust,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn David Lee um fórnarlömbin en fyrri fréttir sögðu að árásarmaðurinn hefði beint skotum sínum að heimilislausu fólki.