28 eru látnir og 60 eru veikir í borginni Ahmedabad í Indlandi eftir að hafa drukkið áfengi sem var búið að blanda með óþekktu og skaðlegu efni.
Fréttastofa ABC greinir frá þessu.
Lögreglan á svæðinu hefur þó nokkra bruggara á svæðinu undir grun en framleiðsla, sala og neysla áfengis er bönnuð í Botad-héraði í Gujarat-ríki sem borgin er í. Þeir grunuðu eru nú í haldi lögreglu.
Dauðsföll af völdum áfengisneyslu í Indlandi eru nokkuð algeng, þar sem ódýrasta áfengið er stundum blandað með efnum á borð við skordýraeitur og fleiri skaðleg efni til að auka styrkleika.
Ólöglegt brugg er orðið að hálfgerðum faraldri í Indlandi, vegna þess að bruggararnir borga ekki skatta og þeir fátækustu sækjast eftir því að kaupa sem ódýrast áfengi.