Yfirvöld á Spáni hafa tekið ákvörðun um að breyta útlendingalöggjöf sökum skorts á vinnuafli á ákveðnum sviðum, t.a.m. í ferðaþjónustu og landbúnaði. Ríkisborgarar utan Evrópusambandsins geta nú fengið tímabundið dvalarleyfi þar í landi ef þeir hafa verið búsettir á Spáni í að minnsta kosti tvö ár.
Námsmenn geta auk þess unnið samhliða námi sínu í allt að þrjátíu klukkustundir á viku sem og þeim gefst kostur á að hefja störf að námi loknu.
Þá geta erlendir ríkisborgarar fengið atvinnuleyfi innan ákveðinna landshluta þar sem skortur er á vinnuafli.
Avinnuleysi á Spáni nemur 13,65%. Þrátt fyrir það hafa vinnuveitendur kvartað undan erfiðleikum við að ráða starfsmenn til starfa í ýmsum geirum samfélagsins.