Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, leggur land undir fót þar sem hann ferðast nú til Grikklands og Frakklands. Er þetta í fyrsta skiptið sem hann ferðast til Evrópu síðan hann er talinn hafa veitt samþykki sitt fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018.
Khashoggi, sem flúði Sádi-Arabíu árið 2017, var búsettur í Bandaríkjunum og skrifaði reglulega greinar fyrir Washington Post þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld í Sádi-Arabíu.
Krónprinsinn sætti mikilli gagnrýni á alþjóðavísu vegna morðsins.