Þrír friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna SÞ og sjö mótmælendur hafa látist í mótmælum gegn SÞ í bænum Butembo í austurhluta Kóngó í dag.
Voru það tveir indverskir ríkisborgarar og einn frá Marokkó í friðargæslusveitinni Monusco sem létu lífið, að sögn Paul Ngoma, lögreglustjóra í Butembo.
Mótmæli brutust út í gær vegna ásakana um að friðargæslusveitin hafi ekki verið að beita sér gegn vopnuðum hópum á svæðinu.