Kappræðunum lauk þegar spyrillinn féll í yfirlið

Liz Truss og Rishi Sunak eru tvö eftir í leiðtogakjörinu.
Liz Truss og Rishi Sunak eru tvö eftir í leiðtogakjörinu. AFP

Sjónvarpskappræðum milli Liz Truss og Rishi Sunak, sem keppast um að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, lauk skyndilega í kvöld þegar spyrillinn Kate McCann féll í yfirlið á sviðinu.

Kappræðurnar voru í beinni útsendingu á nýrri „TalkTv“ rás í eigu fjölmiðlajöfursins Robert Murdoch þegar útsendingin rofnaði.

Liz Truss var með orðið og í mynd þegar leið yfir McCann. „Guð minn góður“ hrópaði hún og yfirgaf púltið til að ganga í átt að McCann.

TalkTv-rásin sem hóf göngu sína í apríl staðfesti í kvöld að McCann hefði fallið í yfirlið. Þrátt fyrir að það væri í lagi með hana ráðlögðu læknar henni samt að halda útsendingunni ekki áfram.

Kosn­ing­u íhaldsflokksmanna um næsta leiðtoga lýk­ur 2. sept­em­ber og 5. sept­em­ber verður til­kynnt um nýj­an for­sæt­is­ráðherra Bret­lands.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert