Kafarinn Jimi Partington deildi á dögunum stiklu fyrir hákarlaþáttinn Great White Opean Ocean þar sem hann sést synda fyrir lífi sínu eftir að hvítháfur velti um koll glerbúri sem kafarinn var í.
Jimi fylgdist með hvítháfinum í gegnum glerbúrið. Hákarlinn synti margoft að búrinu þar til hann réðst skyndilega til atlögu. Jimi kastaðist úr búrinu og reyndi í örvæntingu sinni að komast aftur í búrið þar til hann ákvað loks að synda til bátsins.
Atvikið átti sér stað árið 2020 en var sýnt í fyrsta skiptið á heimildamyndasjónvarpsstöðinni Discovery Channel í vikunni.