Rússar segjast munu hætta að styðja geimstöðina

Alþjóðlega geimstöðin á sporbraut um jörðu.
Alþjóðlega geimstöðin á sporbraut um jörðu. AFP

Rússland mun segja sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) eftir árið 2024. Þetta hefur Júrí Borsov, nýlega skipaður yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos), tjáð Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Áður hafði Dimitrí Rogósín, fyrrverandi yfirmaður Roscosmos, varað við því að refsiaðgerðir ríkja Vest­ur­landa gegn Rússlandi gætu valdið hruni Alþjóðageim­stöðvar­inn­ar.

„Auðvitað munum við uppfylla allar skyldur okkar við samstarfsfélaga okkar en ákvörðunin um að yfirgefa stöðina eftir árið 2024 hefur verið tekin,“ er haft eftir Borisov í tilkynningu frá Kreml.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert