Rússar skutu eldflaug á höfn í suðurhluta Úkraínu

Horft yfir höfnina í borginni.
Horft yfir höfnina í borginni. AFP

Rússar skutu eldflaug á höfn í borginni Mikolaív í suðurhluta Úkraínu í nótt. Reuters greinir frá. Oleksandr Senkevitsj, borgarstjóri Mikolaív, segir eldflauginni hafa verið skotið af flugvél sem flaug yfir Svartahafið.

Síðasta laugardag lentu tvær rússneskar eldflaugar í Ódessa-höfn í Úkraínu, ein­um degi eft­ir að Rúss­land og Úkraína komust að sam­komu­lagi um að hefja aft­ur út­flutn­ing á korni frá land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert