Todd Graves, stofnandi og forstjóri bandarísku skyndibitakeðjunnar Raising Cane tilkynnti í gær á Twitter að hann hefði keypt 50.000 miða í lottói Mega millions og að hann hefði ætlað sér að deila verðlaunafénu með starfsmönnum sínum sem eru 50.000 talsins.
Graves hafði þó ekki vinninginn í lottói gærkvöldins og ætlar fyrirtækið því að kaupa miða að andvirði 100.000 dollara fyrir starfsmenn sína áður en næst útdráttur fer fram á föstudaginn.
Stóri vinningurinn í föstudagsútdrættinum er kominn upp í meira en einn milljarð dollara (tæplega 140 milljarða íslenskra króna) en um er að ræða fjórða hæsta vinning frá upphafi lottósins.
Potturinn hefur farið stöðugt vaxandi undanfarna þrjá mánuði en engum hefur tekist að giska á sex réttar tölur, sem þarf til þess að vinna, í síðustu 29 útdráttum.
Líkurnar á að vinna Mega Millions-pottinn er einn á móti 303 milljónum samkvæmt gögnum frá bandaríska ríkinu.