Leita seðla á ruslahaugunum

Fjóldi fólks hefur lagt leið sína að ruslahaugunum í bænum …
Fjóldi fólks hefur lagt leið sína að ruslahaugunum í bænum Las Parejas í leit að seðlum. AFP

Peningaæði hefur gripið um sig í smábæ í Argentínu en talið er að íbúar bæjarins hafi fundið 75.000 dollara á ruslahaug í bænum Las Parejas. Peningarnir voru líklega faldir í skáp sem var fleygt á haugana.

Undanfarna daga hafa fréttir af peningunum vakið svo mikinn áhuga að yfirvöld hafa þurft að loka ruslahaugunum.

„Vinur minn fór út úr vörubílnum sínum og sá 100 dollara seðil á jörðinni. Hann vakti athygli okkar vegna þess að hann var í óaðfinnanlegu ástandi,“ sagði Federico Baez, einn þeirra sem græddi á haugunum.

Frá fjársjóðsleitinni.
Frá fjársjóðsleitinni. AFP

„Við byrjuðum hvert okkar á því að grípa okkar hlut. Þetta var eins og leikur til að sjá hver gæti gripið flesta seðlana. Við vorum sex saman og fengum um það bil 10.000 dollara samtals,“ sagði Baez við AFP fréttastofuna.

„Þá kom annar krakki og fann 25.000 dollara, hann var heppnari. Ég held að það hljóti að vera mikið meira grafið,” bætti hann við.

Á sá fund sem finnur?

Ekki er vitað hvort sú regla muni gilda að sá eigi fund sem finnur og að þeir heppnu fái að halda seðlunum.

Sú kenning gengur á samfélagsmiðlum að peningarnir hafi verið faldir í leynilegu hólfi í skáp sem var hent eftir að eigandi hans lést án erfingja en í Argentínu, þar sem fólk treystir illa bönkum, er algengt að fólk geymi ævisparnaðinn á heimilum sínum.

Horacio Compagnucci, borgarstjóri Las Parejas, segir „grænt brjálæði“ nú ríkja í bænum.

Gramsað í haugunum en seðlarnir hafa ýmist fundist grafnir undir …
Gramsað í haugunum en seðlarnir hafa ýmist fundist grafnir undir rusli eða þá á flugi um svæðið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert