Stjórnvöld Kína sögðu í dag töluverðar afleiðingar fylgja því fyrir Bandaríkin ef Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, heimsækir Taívan í ljósi þeirrar spennu sem ríkir milli Asíuríkjanna.
Zhao Lijan, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, fullyrti þetta á blaðamannafundi í dag.
Taívan býr við stöðuga ógn af innrás Kína sem telur eyjuna vera hluta af sínu landssvæði, þrátt fyrir sjálfstæði ríkisins.
Tímasetning ferðarinnar kæmi sér illa fyrir Xi Jinping, forseta Kína, þar sem hann hyggst styrkja sæti sitt í embætti á flokksfundi seinna á þessu ári.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki staðfest að heimsóknin Pelosis fari fram, en undirmenn hans óttast viðbrögð kínverskra yfirvalda.
Pelosi sagði blaðamönnum í síðustu viku að það væri mikilvægt fyrir Bandaríkin að sýna Taívan stuðning en neitaði því að þingið væri að beita sér.
Bæði Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum styðja sjálfstæðisbaráttu Taívans, en viðvaranir Kína þykja aðeins hafa ýtt undir stuðning þeirra við heimsókn Pelosis.