Yfir þúsund flugferðum hefur verið aflýst í Þýskalandi í dag vegna verkfalls starfsfólks þýska flugfélagsins Lufthansa. Þýski miðillinn DW greinir frá.
Á Frankfurt-flugvelli hefur yfir 600 flugferðum verið aflýst sökum verkfallsins. Í München hefur verkfallið einnig raskað flugi til Berlínar, Bremen, Kölnar, Düsseldorf, Hamborgar, Hannover og Stuttgart.
Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Lufthansa hefði aflýst 2.000 flugferðum sem fram undan áttu að vera í sumar vegna manneklu. Fyrir það hafði flugfélagið aflýst yfir 3.000 ferðum.