Úrhellisrigningar hafa valdið miklum flóðum í austurhluta Kentucky-ríkis í Bandaríkjunum. „Við erum að upplifa eitt versta flóð í sögu Kentucky,“ sagði ríkisstjórinn Andy Beshear við fjölmiðla.
Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir á þökum og sumir hafa týnst. Búist er við manntjóni að sögn Beshear og hefur neyðarástandi verið lýst í fjölda fylkja innan Kentucky.
„Staðan núna er erfið. Mörg hundruð manns munu missa heimili sín.“ Beshear segir að það muni líklegast taka mörg ár fyrir margar fjölskyldur að endurbyggja það sem það átti.
Um 23 þúsund manns eru án rafmagns í Kentucky.