Hótar enn kjarnorkuárásum

Kim Jong-un þreytist ekki á því að hóta kjarnorkuárásum.
Kim Jong-un þreytist ekki á því að hóta kjarnorkuárásum. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sagði ríkið reiðubúið að nota kjarnorkuvopn sín, í ávarpi á árlegri minningarathöfn um Kóreustríðið. 

Ummælin þykja gefa til kynna að norður-kóresk stjórnvöld beiti kjarnorkuvopnum í tilraunarskyni í sjöunda sinn, að því er BBC greinir frá.

Spennan eykst

Bandarísk stjórnvöld hafa varað við því að Norður-Kórea gæti tekið upp á slíku hvenær sem er en síðasta kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna fór fram árið 2017.

Spennan milli Norður-Kóreu og Vesturlanda hefur aukist og telja bandarísk stjórnvöld ríkið hafa skotið upp óvenjumörgum flugskeytum í tilraunarskyni á þessu ári – alls 31 í samanburði við 25 árið 2019, sem var metár.

Í júnímánuði svaraði Suður-Kórea í sömu mynt og skaut upp átta flugskeytum.

Hylltu leiðtogann á hátíðinni

Mikið var um dýrðir á stríðshátíðinni í gær en Kim Jong-un er þekktur fyrir dálæti sitt á hátíðum og mikilfenglegum sýningum. Að sama skapi var forveri Jong-un, Kim Jong-il, hylltur á hátíðinni.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert