Rússnesk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að hleypa ekki til landsins einum 32 embættismönnum og blaðamönnum frá Nýja Sjálandi.
Er þetta svar Rússlands við viðskiptaþvingunum sem lagðar hafa verið á Rússland af Nýja Sjálandi.
Andrew Foster bæjarstjórinn í Wellington er meðal þeirra sem verður ekki hleypt inn til Rússlands. Þar að auki Philip Goff, bæjarstjórinn í Auckland og yfirmaður sjóhersins Garin Golding. Í hópi blaðamanna eru nöfn á borð við Kate Green og Josie Pagani. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Rússlands.
Rússland hafði í apríl síðastliðnum sett nokkra stjórnmálamenn í Nýja Sjálandi, á borð við forsætisráðherrann Jacinda Ardern, á bannlista.