32 Nýsjálendingum verður ekki hleypt til Rússlands

Utanríkisráðuneyti Sergei Lavrov birti listann.
Utanríkisráðuneyti Sergei Lavrov birti listann. AFP/Kirill Kudryavtsev

Rússnesk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að hleypa ekki til landsins einum 32 embættismönnum og blaðamönnum frá Nýja Sjálandi. 

Er þetta svar Rússlands við viðskiptaþvingunum sem lagðar hafa verið á Rússland af Nýja Sjálandi. 

Andrew Foster bæjarstjórinn í Wellington er meðal þeirra sem verður ekki hleypt inn til Rússlands. Þar að auki Philip Goff, bæjarstjórinn í Auckland og yfirmaður sjóhersins Garin Golding. Í hópi blaðamanna eru nöfn á borð við Kate Green og Josie Pagani. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Rússlands. 

Rússland hafði í apríl síðastliðnum sett nokkra stjórnmálamenn í Nýja Sjálandi, á borð við forsætisráðherrann Jacinda Ardern, á bannlista. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert