Yfirvöld á Spáni greindu frá öðru dauðsfallinu af völdum apabólu í dag. Alls hafa því þrír látist vegna veirunnar utan Afríku.
Í gær greindu yfirvöld á Spáni ásamt yfirvöldum í Brasilíu að einstaklingar í ríkjunum hefðu látist vegna apabólu sem er landlæg í Mið- og Vestur Afríku.
Á Spáni er um að ræða tvo unga karlmenn.
Ekki er þó fullkomlega vitað að apabólan hafi ollið dauða einstaklinganna en yfirvöld á Spáni segja að krufning muni leiða það í ljós. Yfirvöld í Brasilíu sögðu að einstaklingurinn þar hafi haft alvarlega undirliggjandi sjúkdóma.
Meira en 18 þúsund tilfelli hafa greinst utan Afríku síðan byrjun maí samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
Flest tilfelli hafa greinst á Spáni eða um 4.300, um 120 hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús.