Einn stærsti lottóvinningur sögunnar

Vinningurinn var dreginn út í gær.
Vinningurinn var dreginn út í gær. AFP

Bandaríkjamaður vann 1,3 milljarða dollara í Mega Millions-lottóinu, eða rúmlega 176 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða einn stærsta lottóvinning bandarískrar sögu. 

Sá heppni hefur ekki gefið sig fram en miðinn var keyptur í Illinoisríki og var með allar sex tölur réttar. 

„Við erum himinlifandi yfir því að hafa orðið vitni að einum stærsta Mega Millions-vinningi sögunnar. Við hlökkum til að komast að því hver vann og geta óskað honum til hamingju fljótlega,“ er haft eftir Pat McDonald, framkvæmdastjóra Mega Millions, á vefsíðu fyrirtækisins. 

Lottóið er spilað í 45 ríkjum Bandaríkjanna en vinningurinn hefur ekki gengið út í meira en þrjá mánuði sem orsakar vinningsupphæðina. 

Líkurnar á að vinna í Mega Million-lottóinu er einn á móti 303 milljónum. Til samanburðar eru líkurnar á að verða fyrir eldingu um einn á móti 100 milljónum.

Vinningshafinn getur valið að fá alla upphæðina greidda í einni greiðslu eða skipta henni niður yfir 30 ára tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert