Rússneska orkufyrirtækið Gazprom hefur lokað á gas útflutning til Lettlands.
Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér á samfélagsmiðlinum Telegram, kom fram að ákvörðun þessi hefði verið tekin í kjölfar brotinna skilmála.
Gazprom, sem er eitt stærsta orkufyrirtæki Rússa, hefur nú þegar dregið verulega úr útflutningi til Evrópu. Síðast á miðvikudaginn dróst útflutningurinn saman um tuttugu prósent.
Þar áður hafði fyrirtækið dregið úr sölu á orku til Evrópu tvisvar í júní.
Evrópusambandið hefur sakað fyrirtækið um að hafa gripið til þessa aðgerða í mótmælaskyni vegna viðskiptaþvingana sem í gildi eru gegn Rússlandi.
Gazprom hefur aftur á móti haldð því fram að þessi samdráttur í framboði til útflutnings sé vegna tæknilegra vandræða í vélarbúnaði.
Í þessari viku kom Evrópusambandið sér saman um áætlun til þess að draga úr gasnotkun.