16 ára nemi greindist með apabólu

Súdan hefur tilkynnt um fyrsta apabólusmitið þar í landi.
Súdan hefur tilkynnt um fyrsta apabólusmitið þar í landi. AFP

Fyrsta apabólutilfellið hefur greinst í Súdan að því er þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag. Sá sem smitaðist er sextán ára námsmaður í Vestur-Darfur-ríki í Súdan.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna sjúkdómsins í síðasta mánuði. 

Smitrakning hafin

Smitrakning er hafin vegna smitsins og voru nýverið um 38 tilfelli voru könnuð, þar sem grunur lá fyrir um smit en enginn í hópnum reyndist smitaður, að sögn Montaser Othman, yfirmanns sýkingavarna í West Darfur.

Fyrstu andlátin utan Afríku vegna sjúkdómsins urðu í síðustu viku, annað í Brasilíu og hitt á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert