Kínverskum eldflaugum skotið í lögsögu Japans

Varnarmálaráðherra Japans, Nobuo Kishi.
Varnarmálaráðherra Japans, Nobuo Kishi. AFP/Shuji Kajiyama

Talið er að flugskeyti frá kínverska hernum hafi lent í efnahagslögsögu Japans í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem varnarmálaráðuneyti Japans sendi frá sér í dag.

Yf­ir­völd í Kína hafa verið afar ósátt með heim­sókn­ Nancy Pe­losi, for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, til Taívans og telja hana vera inn­grip í inn­an­rík­is­mál lands­ins. Eft­ir að Pe­losi lenti í Taív­an hóf Kína heræf­ing­ar á hafsvæði í kring­um Taív­an. Hluti af suðureyjum Okinawa eyjanna í Japan eru nálægt Taívan.

Hefur áhrif á þjóðaröryggi

„Fimm af níu flugskeytum sem skotið var frá Kína eru talin hafa lent innan efnahagslögsögu Japans,“ segir Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japans.

Hann sagði að Japan hafi mótmælt hernaðaræfingum Kínverja friðsamlega og á diplómatískan hátt. Þá bætti hann því við að vandamálið sé alvarlegt og það hafi áhrif á þjóðaröryggi Japans og á öryggi íbúa landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert