Kína beitir Pelosi refsiaðgerðum

Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings.
Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings. AFP

Utanríkisráðuneyti Kína tilkynnti í morgun að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, yrði beitt refsiaðgerðum vegna heimsókn hennar til Taívans. Yfirvöld í Kína eru afar ósátt við framangreinda heimsókn og telja hana inngrip í innanríkismál landsins.

Ráðuneytið segir í yfirlýsingu sinni að Pelosi hafi með heimsókn sinni gerst sek um að grafa undan fullveldi Kína. Því muni Kína beita Pelosi og fjölskyldu hennar refsiaðgerðum án frekari skýringa.

Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem hluta af yfirráðasvæði sínu og hafa heitið því að ná yfirráðum yfir eyjunni.

Kína hefur brugðist illa við heimsókn Nancy Pelosi.
Kína hefur brugðist illa við heimsókn Nancy Pelosi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert