Yfirvöld í Taívan hafa fordæmt Kína vegna hernaðaræfinga þeirra umhverfis eyjuna í kjölfar heimsóknar Nancy Pelosi, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, til Taívan. Kínverski herinn skaut fjölda flugskeyta í gær og í dag. Þá hefur Kína sent orrustuþotur og herskip.
Kína hyggst halda hernaðaræfingum áfram fram á miðjan sunnudag en yfirvöld þar í landi telja að æfingarnar séu nauðsynleg viðbrögð við heimsókn Pelosi. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hins vegar að Kína hafi kosið að bregðast við heimsókninni með þessum hætti.
Su Tseng-chang, forsætisráðherra Taívan, hefur kallað eftir því að leitað verði leiða til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist.
Kína hafði tilkynnt að Pelosi yrði beitt refsiaðgerðum vegna heimsókn hennar, en hún segir í samtali við blaðamenn í Tókíó í dag að Bandaríkin myndu ekki leyfa Kína að einangra Taívan.