Hörðustu átökin á Gaza-svæðinu í eitt ár

Mikil átök eru á Gaza-svæðinu.
Mikil átök eru á Gaza-svæðinu. AFP/Ashraf Amra

Ísraelar segjast hafa handtekið nítján einstaklinga sem eru tengdir víg­sam­tökunum Íslamskt jíhad ( e. Palest­ini­an Islamic Ji­had), en í nótt var fjölda eldflauga skotið á milli Ísrael og Palestínu. Átökin sem geisa nú á Gaza-svæðinu eru þau hörðustu í eitt ár.

BBC greinir frá.

Í gær var greint frá því að ellefu manns höfðu látið lífið í loft­árás­um Ísra­els­hers á Gaza-svæðinu í gær. Meðal þeirra var Tayseer al-Jabari Aabu Mahmud, háttsettur einstaklingur innan vígsamtakanna.

Palestínumenn hafa látíð lífið í loftárásum Ísraela.
Palestínumenn hafa látíð lífið í loftárásum Ísraela. AFP/Mahumd Hams

Ísraelaher segir að um 200 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza-svæðinu í átt að Ísrael í nótt. Þá hafi Ísraelar skotið 30 eldflaugum og segja þeir að 78 manns hafi særst í árásunum. 

Enn sem komið er hafa Ham­as-samtökin, sem hafa yf­ir­ráð yfir Gaza-svæðinu, ekki beitt skotvopnum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert