„Sjúklingarnir mega kæra mig“

Svein Are Auestad, sjúklingur sem Jerlan Omarchanov örkumlaði í handaraðgerð …
Svein Are Auestad, sjúklingur sem Jerlan Omarchanov örkumlaði í handaraðgerð fyrir þremur árum, telur nauðsynlegt að réttarkerfið fjalli um mistök í heilbrigðiskerfinu en dómsmál gegn Omarchanov verður þingfest fyrir héraðsdómi nú í ágústlok. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Það sem ég fram­kvæmi sem skurðlækn­ir á að þola dags­ljósið, ég ótt­ast ekki lög­reglu­rann­sókn­ir, sjúk­ling­arn­ir mega kæra mig,“ seg­ir norski melt­ing­ar­færa­sk­urðlækn­ir­inn Roland Ruiken í sam­tali við þarlent rík­is­út­varp, NRK.

Ruiken hef­ur starfað við fagið í rúm 30 ár, hin síðustu sjö við Sjúkra­húsið í Østfold, og mót­mæl­ir með þess­um orðum þeirri skoðun Lækna­fé­lags Nor­egs, Le­gefor­en­ing­in, að sjúk­ling­ar ættu ekki að kæra mis­tök lækna sinna til lög­reglu.

Sprett­ur um­fjöll­un­in af því að bæklun­ar­sk­urðlækn­ir, og yf­ir­lækn­ir, við Sør­land­et-sjúkra­húsið í Flekk­efjord við vest­ur­strönd Nor­egs ligg­ur nú und­ir grun lög­reglu um stór­felld mis­tök við aðgerð en sjúkra­húsið hef­ur ít­rekað sætt um­fjöll­un fjöl­miðla vegna skurðlækn­is­ins Jerlans Om­archanovs frá Kasakst­an sem kostaði sjúk­linga lífið auk þess að örkumla ís­lenska konu, Mar­gréti Annie Guðbergs­dótt­ur, sem mbl.is ræddi við í fe­brú­ar 2020.

„Ég sé ekki að sam­fé­lagið græði neitt á am­er­ísk­um vinnu­brögðum þar sem tíska þykir að sækja lækna til saka,“ seg­ir Anne-Kar­in Rime, formaður Lækna­fé­lags­ins, og er ósam­mála Ruiken. „Við búum yfir viðbragðskerfi sem heil­brigðis­kerfið stjórn­ar.“

Ruiken mót­mæl­ir: „Þetta eru bara norsk lög og rétt­indi borg­ar­anna. Ég sé ekk­ert að því [að sjúk­ling­ar leiti rétt­ar síns],“ seg­ir hann og ját­ar að sjúk­ling­ar hans hafi lagt fram kvart­an­ir vegna aðgerða sem hann hef­ur borið ábyrgð á. Þar hafi hann enga áfell­is­dóma hlotið.

„Ég ber eng­an kvíðboga fyr­ir því að lög­regl­an kveði upp dóm yfir mér. Þær ákv­arðanir sem ég tek eru út­hugsaðar, ég ráðfæri mig ávallt við sam­starfs­fólk sé ég í vafa um meðhöndl­un sjúk­linga,“ seg­ir Ruiken, „sé verk­efnið utan míns sér­fræðisviðs sendi ég það til annarra. Á heil­brigðis­starfs­fólki hvíl­ir sú skylda að geta lagt mat á eig­in færni.“

Að sögn NRK hafa lækn­ar haft sam­band við rík­is­út­varpið og látið óánægju sína með um­mæli stétt­ar­fé­lags­ins í ljós. Þeir kusu þó ekki að tjá sig með nafni.

Roland Ruiken meltingarfæraskurðlæknir óttast ekki kærur sjúklinga. Þvert á móti …
Roland Ruiken melt­ing­ar­færa­sk­urðlækn­ir ótt­ast ekki kær­ur sjúk­linga. Þvert á móti tek­ur hann þeim opn­um örm­um, rétt­ur hvers sjúk­lings sé að bera hans vinnu­brögð und­ir dómbæra menn. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

„Ein­hverj­ir lækn­ar munu alltaf vera ósam­mála því sem við send­um frá okk­ur,“ seg­ir Rime fé­lags­formaður, „þannig er það bara,“ held­ur hún áfram og seg­ir ákær­ur með refsiviður­lög­um ekki réttu leiðina. „„Nam­ing, sham­ing and blam­ing“ veld­ur bara ótta við að gera mis­tök. Frek­ar ætt­um við að ein­beita okk­ur að því að greina frá óheppi­leg­um at­vik­um og skapa þannig umræðu sem hægt er að nýta á upp­byggi­leg­an hátt,“ er skoðun for­manns­ins.

Svein Are Au­estad, sjúk­ling­ur sem Jerl­an Om­archanov örkumlaði í hand­araðgerð fyr­ir þrem­ur árum, tel­ur nauðsyn­legt að rétt­ar­kerfið fjalli um mis­tök í heil­brigðis­kerf­inu en dóms­mál gegn Om­archanov verður þing­fest fyr­ir héraðsdómi nú í ág­ústlok.

„Kerfið er orðið þannig að lækn­ar geta bara gert eins og þeim þókn­ast vegna þess að þar til nú hafa þeir ekki þurft að sæta nein­um af­leiðing­um,“ seg­ir Au­estad við NRK. Hann kærði þó ekki sitt mál af ótta við álagið sem það ylli. Ákæru­svið lög­regl­unn­ar lagði hins veg­ar fram ákæru gegn Om­archanov og því fagn­ar Au­estad. „Það er mjög já­kvætt. Ég hef hug­leitt þetta mál ít­ar­lega og það er nauðsyn­legt að ákæra eins og það hef­ur þró­ast,“ seg­ir hann.

Anne-Karin Rime, formaður Læknafélags Noregs, kveður heilbrigðiskerfið einfært um að …
Anne-Kar­in Rime, formaður Lækna­fé­lags Nor­egs, kveður heil­brigðis­kerfið ein­fært um að ann­ast sín mis­tök og seg­ist ekki sjá hvað sam­fé­lagið græði á am­er­ísk­um viðbrögðum á borð við sak­sókn lækna. Ljós­mynd/​Lækna­fé­lag Nor­egs

Mál hans gegn skurðlækn­in­um frá Kasakst­an er þó það eina sem fer fyr­ir dóm þar sem önn­ur mál töld­ust fyrnd áður en ákær­ur voru gefn­ar út, þar á meðal mál áður­nefndr­ar Mar­grét­ar. Ekki var hægt að ákæra í því máli þar sem lög­regl­an í Ag­der-um­dæm­inu gleymdi ein­fald­lega að senda viðhengi með tölvu­pósti

„Þetta mál hvíl­ir nú á mín­um herðum. Ég er sá eini sem eft­ir er af öll­um sem hlutu tjón af. Mál hinna fara ekki fyr­ir dóm. Því ber ég ábyrgð á að upp­lýsa málið til hins ýtr­asta,“ seg­ir Au­estad að lok­um við NRK.

NRK

NRKII (gleymd­ist að senda viðhengi)

NRKIII (ann­ar grunaður í Flekk­efjord)

NRKIV (lög­regla ákær­ir)

TV2

Extra­avisen

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert