Grunaður um varðveislu gagna sem ógni þjóðaröryggi

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna neitar því að þau gögn …
Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna neitar því að þau gögn sem tekin voru af heimili hans, séu leynileg. AFP

Húsleitarheimild bandarísku alríkislögreglunnar til leitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið opinberuð. 

Þar segir að alríkislögreglan hafi Trump grunaðan um að hafa í vörslum sínum eða dreifa, gögnum sem eru til þess fallin að ógna þjóðaröryggi. 

Að fjarlægja leynileg gögn úr vörslum ríkisins er glæpur sem varðar allt að fimm ára fangelsisrefsingu, í tilfelli embættismanna eða fyrrverandi embættismanna. 

Ekki leitað í gestaherbergjunum

Húsleitarheimildin spannaði sjö blaðsíður, en þar var veitt heimild til leitar á Mar-a-Lago heimili Trump, meðal annars í svokallaðri „45 skrifstofu“ og geymslurými, en ekki gestaherbergi þar sem Trump dvaldi sjálfur ásamt starfsfólki sínu. 

Trump tjáði sig sjálfur um málið á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social platform, og lýsti því yfir gagnvart fylgjendum sínum að þau gögn sem fjarlægð voru af heimili hans hafi ekki verið leynileg.

„Þeir hefðu getað fengið þetta hvenær sem er, eina sem þeir þurftu að gera var að spyrja.“

Er þetta í fyrsta skipti, í sögu Bandaríkjanna, sem húsleit hefur verið gerð á heimili fyrrverandi forseta vegna sakamálarannsóknar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka