Átta særðir eftir skotárás í Jerúsalem

Átta særðust í árásinni.
Átta særðust í árásinni. AFP

Átta særðust, þar af tveir alvarlega, í skotárás í strætisvagni í Jerúsalem-borg í Ísrael í dag. Meðal þeirra sem særðust alvarlega var ófrísk kona.

Kan Eli Levy, talsmaður ísraelsku lögreglunnar, sagði í viðtali að búið væri að handtaka árásarmanninn. 

Árásin átti sér stað nærri Grátmúrnum, sem er einn af helgustu stöðum gyðinga. 

Strætisvagnabílstjórinn Daniel Kanievsky lýsti því að árásarmaðurinn hafi hleypt af fjölda skota við biðstöð nærri grafhýsi Davíðs konungs. 

„Tveir utan vagnsins féllu á jörðina, tveimur inni í vagninum blæddi mikið. Mikil skelfing greip um sig.“

Fæddi barnið eftir árásina

Ein þeirra sem særðust var ófrísk kona. Var hún flutt á slysadeild þar sem hún fæddi barnið. Að sögn talsmanns á sjúkrahúsinu eru bæði konan og barnið í alvarlegu en stöðugu ástandi. 

Palestínsku Hamas-samtökin hylltu árásina en tóku þó ekki ábyrgð á henni. 

Vika er síðan að þriggja daga átökum á milli Ísraelsmanna og víg­sam­tak­anna Íslamskt ji­had ( e. Palest­ini­an Islamic Ji­had) á Gasa-svæðinu lauk.

Að minnsta kosti 49 Palestínumenn létust í átökunum. Síðasta sunnudag var komið á vopnahléi með milligöngu Egypta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert