Finna nýtt nafn á apabólu

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hyggst finna nýtt nafn …
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem hyggst finna nýtt nafn á apabólu. AFP

Hugtakið „apabóla“ er nú til endurskoðunar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), þar sem orðið gæti leitt af sér fordóma. Þetta tilkynnti stofnunin í gær.

ABC News greinir frá því að WHO hyggst halda opið málþing þar sem rætt verður um nýtt nafn á sjúkdóminn, sem hefur náð hraðri útbreiðslu.

Ákvað stofnunin þetta eftir að hafa setið fundi með vísindamönnum, til þess að forðast að kasta rýrð á hópa, svo sem ólíka menningarheima, þjóðerni og dýr.

Sjúkdómurinn fékk nafnið apabóla þegar apar á rannsóknarstofu í Danmörku greindust árið 1958 með húðsjúkdóm sem svipaði til apabólu. Þó er ekki talið að sjúkdómurinn sé upprunninn frá öpum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert