Freyja hefur verið aflífuð

Freyja sólar sig í rólegheitum við Jarlsberg í Tønsberg.
Freyja sólar sig í rólegheitum við Jarlsberg í Tønsberg. Ljósmynd/Ella Malme

Búið er að aflífa rostunginn Freyju sem var einn frægasti rostungur Noregs. 

NRK greinir frá því ákvörðunin hafi verið tekin þar sem Freyja ógnaði lífi og heilsu fólks.

Upp á síðkastið hef­ur Freyja haldið sig í Óslóarf­irðinum, býsna stóru svæði, og gerst þar nær­göng­ul við hvort tveggja sund­fólk og frí­stunda­báta. Hún sást fyrst við Troms árið 2019.

Almenningur hefur ekki fylgt fyrirmælum norsku fiskistofunnar um að halda ákveðinni fjarlægð frá Freyju.

Öllum reglum framfylgt

Frank Bakke-Jensen, for­stjóri norsku fiski­stof­unn­ar, sagði í tilkynningu að starfsmenn hefðu því aflífað Freyju. 

„Við getum ekki upplýst hvernig aflífunin fór fram, en öllum reglum um aflífun sjávarspendýra var framfylgt,“ sagði Olav Lekve hjá fiskistofunni í samtali við NRK. 

„Við skiljum að þessi ákvörðun veki ákveðin viðbrögð hjá almenningi, en við erum viss um að við höfum tekið rétta ákvörðun. Við höfum áhyggjur af velferð dýra en líf og heilsa fólks verður að vera í fyrirrúmi,“ sagði í yfirlýsingu Bakke-Jensen.

Hann bætti við að allar mögulegar leiðir hefðu verið skoðaðar er kom að örlögum Freyju. Of flókið og hættulegt hefði hins vegar verið að reyna að flytja Freyju. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert