Skógareldar í Suður-Frakklandi leiddu til þess að meira en þúsund manns þurftu að flýja í nótt.
Rigning slökkti í skógareldum í öðrum landshlutum en sögulega miklir þurrkar eru nú í ríkinu.
Skógareldar hafa geisað í Aveyron-héraði frá því á mánudag. Síðdegis í gær var talið að búið væri að ná tökum á eldunum en skyndilega blossaði upp mikill eldur sem eyðilagði um 500 hektara.
Um þúsund íbúar bæjarins Mostuejols þurftu því að flýja í nótt. Engann hefur sakast hingað til vegna eldanna en talið er að um 1.200 hektarar hafa orðið þeim að bráð.
Lögregla rannsakar nú upptök eldanna. Grunur er um að þeir hafi kviknað út frá neista sem kom frá kerru manns sem lenti fyrir slysni á vegi. Neistinn gæti síðan hafa kveikt í þurrum gróðri.