Rushdie á batavegi

Rushdie var fluttur með þyrlu á slysadeild á föstudag.
Rushdie var fluttur með þyrlu á slysadeild á föstudag. AFP/Horatio Gates

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie er á bata­vegi að sögn Andrews Wylie, umboðsmanns hans. 

Rus­hdie var stung­inn oft­ar en tíu sinn­um er hann var að flytja fyr­ir­lest­ur í New York-ríki í Banda­ríkj­un­um á föstu­dag. Í morg­un var greint frá því að Rus­hdie væri kom­inn úr önd­un­ar­vél og gæti tjáð sig.

BBC grein­ir frá því að Wylie sagði fyr­ir stuttu að end­ur­hæf­ing rit­höf­und­ar­ins myndi taka lang­an tíma. Áverk­ar hans væru al­var­leg­ir en að ástand Rus­hdie stefndi í rétta átt. 

Rus­hdie hef­ur mátt þola líf­láts­hót­an­ir af hálfu íslam­ista í rúma þrjá ára­tugi eft­ir að Khomeini, þáver­andi erkiklerk­ur Írans, lýsti yfir dauðadómi á hend­ur hon­um fyr­ir bók­ina Söngva Satans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert