Rushdie á batavegi

Rushdie var fluttur með þyrlu á slysadeild á föstudag.
Rushdie var fluttur með þyrlu á slysadeild á föstudag. AFP/Horatio Gates

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie er á batavegi að sögn Andrews Wylie, umboðsmanns hans. 

Rushdie var stunginn oftar en tíu sinnum er hann var að flytja fyrirlestur í New York-ríki í Banda­ríkj­un­um á föstu­dag. Í morgun var greint frá því að Rushdie væri kominn úr öndunarvél og gæti tjáð sig.

BBC greinir frá því að Wylie sagði fyrir stuttu að endurhæfing rithöfundarins myndi taka langan tíma. Áverkar hans væru alvarlegir en að ástand Rushdie stefndi í rétta átt. 

Rus­hdie hef­ur mátt þola líf­láts­hót­an­ir af hálfu íslam­ista í rúma þrjá ára­tugi eft­ir að Khomeini, þáver­andi erkiklerk­ur Írans, lýsti yfir dauðadómi á hend­ur hon­um fyr­ir bók­ina Söngva Satans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert