Lögfræðingur Rudolphs W. Giulianis, segir að Giuliani sé grunaður í tengslum við rannsókn á afskiptum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af kosningum í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum.
New York Times greinir frá.
Giuliani var persónulegur lögfræðingur Trumps í forsetatíð hans og var fremstur í flokki að reyna að halda Trump við völd þegar að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020.
Fyrr í sumar voru vitni yfirheyrð fyrir framan sérstakan kviðdóm vegna þess þegar Giuliani eyddi heilu klukkustundunum í að kveða samsæriskenningar frammi fyrir þingnefndum árið 2020. Þar talaði hann um leynilegar skjalatöskur fullar af kjörseðlum og bilaðar kosningavélar.
Lögfræðingur Giuliani segir að hann muni að öllum líkindum nýta sér trúnað á milli lögmanna og skjólstæðinga sinna ef hann verður spurður um samtöl hans við Trump.